Skólasamfélagið eru allir sem koma að menntun og uppeldi barnanna og nemendur sjálfir. Þau mynda sameiginlega góðan skólabrag og bekkjaranda. Bragur skólans ber þessi einkenni:

  • Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu.
  • Ákveðnir rammar gegn óviðunandi hegðun.
  • Neikvæð viðurlög liggja við brotum. Þau eru á engan hátt niðurlægjandi né líkamleg.
  • Hinir fullorðnu í skólanum og á heimili koma fram af myndugleik sem yfirboðaðar.

Rannsóknir Dan Olweusar hafa sýnt að árásarhneigð þrífst þar sem uppeldisaðferðir byggja á valdboði og undanlátssemi og takmarkaleysi og þar sem ástúð og umhyggju skortir. Umhverfi barnsins er ekki bara skólinn og heimilið. Frístundirnar kalla á. Á öllum þessum sviðum þyrfti að ríkja sami skilningur á framkomu og háttalagi. “Umferðareglurnar” þyrftu í meginatriðum að vera þær sömu. Þar sem okkur hefur tekist að ná til allra þessara aðila hafa skapast sameiginleg viðhorf til velferðar nemendanna. Við þurfum að umbreyta félagskerfinu ef ástæða er til.