(90)210 Garðabær, er leikrit eftir Heiðar Sumarliðason, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

 

Í viðtali við Stundina segir höfundurinn m.a. „”Við lítum ekki á okkur sem gerendur. … GetShowImage[5]
Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að tala um eitthvað annað. Það eru ýmsir ljótir atburðir í verkinu sem þú sérð aldrei á sviðinu. Verkið snýst um að fela það sem gerðist og passa að enginn komist að því.“

Í kynningu segir á vef Þjóðleikhússins: “Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.”

Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?

Leikfélagið Geirfugl sýnir  í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Myndin er af vef Þjóðleikhússins.