Fréttir

Fastur liður í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli er fyrirlgön yfirgripsmikillar eineltiskönnunar sem lögð er fyrir í öllum skólum sem taka þátt í Olweusaráætluninni. Könnunin er lögð fyrir alla nemendur í 4. – 10. bekk. 53 grunnskólar hafa fallist á að gera bindandi samning um verkefnið og munu þeir allir taka þátt í könnuninni. Fjölbrautaskóli Suðurlands reið á vaðið í fyrra og var eini framhaldsskólinn með í könnuninni. Nú er líklegt að fleiri framhaldsskólar bætist við.