FréttirBörn í Vallarskóla
Börn í Vallarskóla

Nemendur Vallaskóla höndum saman í morgun á degi gegn einelti og mynduðu kærleikskeðju utan um skólann sinn.

Guðbjartur skólastjóri hringdi skólabjöllunni og tóku allir undir í einum kór: ,,vinátta og kærleikur.” Á fréttavef skólans segir að í keðju sé hver og einn hlekkur mikilvægur og sama gildi um hvern og einn einstakling í Vallaskóla. Kærleikskeðjan sameinar okkur í að gera skólann okkar að stað sem öllum líður vel í kærleik og einingu. Verkefnisstjórn ráðuneyta stendur fyrir degi gegn einlti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Fjölmörg félög, einstaklingar og skólar taka þátt. Ýmsar athafnir eru í Olweusarskólunum eins og myndin af kærleikskeðjunni ber með sér.