Fréttir

Mánudagar eru mest áberandi ef meta á líðan og hegðun barna á leikskólum. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar á einelti og líðan í leikskólum í Reykjavík. Könnuð voru viðhorf leikskólakennara og meðal þeirra sem gegna sambærilegum stöðum – og greint er frá í lokaritgerð þriggja nemenda á leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands. Lokaritgerð Gróu Margrétar Finnsdóttur, Lovísu Lindar Sigurjónsdóttur og Theodóru Jónu Sigurðardóttur veitir mikilvægar upplýsingar um viðhorf starfsmanna til eineltismála í leikskólum höfuðborgarinnar. Ritgerðina sem ber heitið Hér er bara vinátta, ekki einelti, er hægt að nálgast á bókasafni Kennaraháskóla Íslands.