Viðtöl við alla nemendur í skólanum, skönnun árgangs eða bekkjar á vissu skeiði, sér námskeið fyrir nemendur, nýjar áherslur í samskiptum og samvinnu með foreldrum …
Olweusaráætunin er eins og annað starf í skólasamfélaginu á ábyrgð skólastjóra. Til að viðhalda áætluninni og styrkja er mikilvægt að starfsmenn séu sífellt á tánum. Virkni er veigamikill þáttur. Í öllum skólum hefur þurft að slá í eða blása í glæður – jafnvel endurnýja og sífellt að betrumbæta – til að halda dampi. Við höfum endurvakið og jafnvel innleitt þætti til að styrkja Olweusaráætlunina. Meðal þess sem við höfum tekið sérestaklega upp hin síðari misseri eru viðtöl við alla nemendur í skólanum, skönnun árgangs eða bekkjar á vissu skeiði, sér námskeið fyrir nemendur, nýjar áherslur í samskiptum og samvinnu með foreldrum o.fl. Allar þessar aðgerðir hafa verið með formerkjum Olweusaráætlunarinnar eða komið til vegna rannsóknarvinnu í áætluninni.