Nýjustu rannsóknir varpa skýru ljósi á árangur í skólum sem eru þátttakendur í Olweusaráætluninni gegn einelti; einelti dregst saman og þeim fækkar til muna sem leggja aðra í einelti. “Olweusaráætlunin er ekki “áætlun” í þrengri merkingu,  heldur samsafn efnisþátta úr rannsóknum. Saman mynda þeir heild sem skólar ættu að nýta sér til að skapa nemendur öryggi og skapandi námsumhverfi.” — The largest study of bullying prevention efforts in U.S. schools has revealed significant,  sustained positive impacts from the Olweus Bullying Prevention Program (OBPP).

Auk þess að draga úr einelti jókst samkennd nemenda og þeim fækkaði sem vildu styðja eða gætu hugsað sér að leggja aðra í einelti (sbr. eineltishringinn okkar góða).

Viðbrögð skólanna við einelti og að koma í veg fyrir einelti hafa batnað til muna í samræmi við vinnuna í eineltisáætluninni. Þá reyndist árangur meiri því lengur sem skólarnir höfðu verið þátttakendur í Olweusaráætluninni!

 

Olweusaráætlunin; rannsóknarniðurstöður