“Gert er grín að mér, ég er uppnefnd(ur) eða mér strítt á óþægilegan og meiðandi hátt” skorar hæst þegar nemendur í 5. – 10. bekk í Olweusarskólum tjá sig um það í hverju þau lenda.  Næst mest kvarta þau undan illu umtali: “Aðrir nemendur hafa talað illa um mig eða logið upp á mig og reynt að fá aðra til
að líka illa við mig.”  Þar næst er það útilokun eða hunsun: “Aðrir nemendur útiloka mig viljandi, halda mér fyrir utan félagahópinn eða hunsa mig algjörlega.” Þau yngri kvarta líka mörg undan því að aðrir vilja ekki vera þeim … “Aðrir nemendur vilja ekki vera með mér svo að ég er ein/einn í frímínútum.” Þá segjast fleiri strákar en stelpur að það sé sparkað …”Ég hef verið barin(n), sparkað í mig, rifið í hárið, mér var hrint eða ég var lokaður/lokuð inni.”