Olweusarverkefnið leikur hlutverk í kjaradeilu kennara og sveitarstjórna. Í þættinu Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var drjúgum tíma varið í umræðu um hlut verkefnisins í skólastarfi. Ræddu Birgir Björn Sigurjónsson og Eiríkur Jónsson um hlut verkefnisins í skólastarfi. Eiríkur sagði Olweusarverkefnið vera gott dæmi um verkefni sem flyti yfir í daglegum vinnutíma kennara. Verkefnið hefði ekki verið til þegar gengið var frá síðustu kjarasamningum. Birgir Björn lagði áherslu á að það væri skólastjóra að forgangsraða og sumir skólastjórar hefðu af þeim sökum frestað því að taka verkefnið á dagskrá.