Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundi í dag þar sem niðurstöður stóru eineltiskönnunarinnar voru kynntar að hún myndi beita sér fyrir því að allir þeir skólar sem hafa sótt um að vera með í næstu lotu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti komist að. Þetta eru afar gleðilegar fréttir og endurspegla mikinn metnað. Sem kunnugt er hafa 55 skólar þegar óskað eftir því að bætast í hóp þeirra sem beita aðferðum Olweusar gegn einelti og vinna markvisst að því með öllum starfsmönnum.