Í Olweusaráætluninni gegn einelti gegna bekkjarfundir veigamiklu hlutverki. Bekkjarfundur er trúnaðarfundur með nemendum. Í seinni tíð hafa skólar farið í ríkari mæli að nýta aðferðafræði bekkjarfundafyrirkomulagsins til að ræða við foreldra. Halda sem sagt bekkjarfundi með foreldrum. Formið er upplagt, Reglur eru á sömu nótum sem hjá nemendum. Trúnaður gildir.
Hömpum góðum dæmum um skólasamfélagið. Eru þetta ekki dæmi um góðan skólabrag? Spurt var hverjir væru helstu styrkleikar skólanna. Rætt almennt um styrkleika starfsmanna/skóla – sem styðja Olweusarverkefnið líka. Góð dæmi sem allir kannast við, ekki satt?
- „Dýrka og dá“ var umsögn um kennara. Hugur þeirra stendur til að gera vel!
- Það ríkir samvirkni í skólanum.
- Snemmtæk íhlutun.
- Jákvæð nánd – og þrátt fyrir að nemendafjödli geti verið mikill
- Virðing.
- Jafnræði.