Börn í 4. -7. bekk sem lögð eru í einelti segja mörg að ofbeldið eigi sér stað á leið heim úr skóla. Eldri nemendur kvarta frekar undan því að eineltið verði á göngunum. Það á að vera hægt að læsa að sér á salernum í skólanum eins og heima. Hver fyrir sig og læst. Ekkert þil milli klóa. Það býður hættunni heim. Við höfum hreinar niðurstöður í mælingum okkar. Hvar eru mestu hættusvæðin? Alls staðar í skólanum en langflest börn í 4.-7. bekk kvarta undan skólalóðinni, og þarnæst yfir búningsklefum. Foreldrar ættu tvímælalust að gefa því gaum og ræða við börn sín. Það getur verið kvöl að byrja í skólanum ef þau óttast það að það verði ráðist á þau. Sjá hér hættulegustu svæðin sé miðað við fjölda:
Hvar ertu lagður/lögð í einelti? “Hæstu” skor meðal þeirra sem svara að þau hafi verið lögð í einelti bara mjög sjaldan eða oftar:
4.-7. bekkur
Á skólalóðinni: 58%
Í leikfimisal/búningsklefum: 30%
Á leið til eða frá skóla: 28%
Í kennslustofu utan kennslustunda: 28%
Á göngum: 27%
8.-10. bekkur
Á göngum: 43%
Á skólalóðinni: 37%
Í kennslustundum: 32%
Í kennslustofu utan kennslustunda: 27%
Í leikfimisal/búningsklefum: 25%
Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 6053 nemenda í viðamikilli könnun í febrúar 2005 í þeim 30 grunnskólum sem hófu vinnu samkvæmt Olweusaráætlun gegn einelti haustið 2004.