Skólastjórar eru hvattir til að hafa samband. Námskeiðið hefst fimmtudag 13. september klukkan eitt eftir hádegi í Safnarheimili Neskirkju í Reykjavík. Verkefnastjórarnir gegna lykilhlutverki í áætluninni sem faglegir leiðbeinendur í skólunum. Saman mynda verkefnastjórar um allt land keðju sem er mikilvæg. Skipst er á námsgögnum og reynslu. Verkefnastjórarnir halda utan um alla þá innri fræðslu sem á sér stað í skólunum. Þar með talið að mennta hópstjóra og leggja faglegt mat á starfið. Þá hafa þeir veitt foreldrum og öðrum í nærsamfélaginu mikilvægan stuðning og verið ráðgefandi í eineltismálum. Mikil samskipti eru við framkvædastjóra áætlunarinnar á Íslandi. Námskeiðið teygir sig yfir tvö ár í námslotum.