Mánudagar eru mest áberandi ef meta á líðan og hegðun barna á leikskólum. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar á einelti og líðan í leikskólum í Reykjavík. Könnuð voru viðhorf leikskólakennara og meðal þeirra sem gegna sambærilegum stöðum – og greint er frá í lokaritgerð þriggja nemenda á leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands. Lokaritgerð Gróu Margrétar Finnsdóttur, Lovísu Lindar Sigurjónsdóttur og Theodóru Jónu Sigurðardóttur veitir mikilvægar upplýsingar um viðhorf starfsmanna til eineltismála í leikskólum höfuðborgarinnar. Ritgerðina sem ber heitið Hér er bara vinátta, ekki einelti, er hægt að nálgast á bókasafni Kennaraháskóla Íslands.
Þátttakendur voru beðnir um svara spurningunni um mestan og allta að minnstum un á líðan og hegðun barna. Langflestir leikskólakennarar telja að mánudagar væri mest áberandi, næstur koma föstudagur. Minnstan mun töldu þau vera á fimmtudegi.
Höfundar telja að niðurstöðurnar gefi til kynna að greinilegt sé að mánudagar séu erfiðari en aðrir. ,,Hvort það geti stafað af heimilisaðstæðum barnanna … ” Getur verið að að börn séu öryggislausari búi þau við heimilisaðstæður þar sem foreldrar búa ekki saman og skiptast því oft á að vera hjá þeim. Börn semm alist upp hjá báðum foreldrum lifi ekki við sama öryggisleysið. Þá velta höfundar því upp hvort það geti líka haft áhrif ef leikskólakennararnir sjálfir eru illa upplagðir eftir helgina, og að þeim finnist þar af leiðandi að mánudagur sé erfiðasti dagur í vinnunni.
Leikskólakennarar eru einhuga um að heimilisaðstæður barnanna skipti mestu máli um líðan barnanna, esn helmingur svarenda segja að oft sé tekið tillit til þess í leikskólastarfi að það sé dagamunur á börnunum. Einn tjáir sig um hvað sé gert: Við förum til dæmis ekki í gönguferðir og vettvangsferðir á mánudögum þar sem börnin eru oft mjög þreytt. Einnig höfum við frjálsari daga á föstudögum vegna þess að oft eru börnin orðin þreytt eins og við.
Og önnur svarar því að tekið sé tillit til þess af tillitsemi … ,,Gæti verið erfittt heima. Barnið faðmað og hlustað á það.”
Auk höfunda er hægt að nálgast fjölbreytt og gagnlegt efni ritgerðarinnar á bóksafni KHÍ og hjá leiðbeinanda útskriftarnemanna með fyrirspurn á netfanginu thorlakur@khi.is