Grunnskólarnir á Íslandi sem hafa verið virkir þátttakendur í Olweusaráætluninni hafa náð verulegum árangri í baráttunni gegn einelti og til að skapa nemendum öruggt umhverfi. Þeim börnum og unglingum sem segjast vera lögð í einelti fækkar um 30% á tímabilinu 2002 til 2005 eða á þeim tíma sem skólarnir hafa unnið samkvæmt eineltisáætluninni. Þetta svarar til þess að halft annað þúsund barna hafa sloppið við ,,mestu þjáningar í skóla”. Olweusarverkefnið gegn einelti er væntanlega stærsta forvarnarverkefni í grunnskólum landsins.
Árangrinum náðu skólarnir strax á fyrsta ári vinnunnnar og sýna tölur úr eineltiskönnunum 2002, 2003 og 2005 meðal 4700 grunnskólanema í 4.-10. bekk að nemendum líður betur og tekist hefur að skapa nemendum miklu meira öryggi í skólunum.