Stjórn Pokasjóðs hefur samþykkt að veita Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli þrjár milljónir króna. Þetta men skipta sköpum fyrir rekstur verkefnisins og gera kleift að taka inn nýja þátttakendur í haust. Er gert ráð fyrir að fyrstu námskeið fyrir verðandi verkefnisstjóra í leik- og grunnskólum hefjist í byrjun september.