Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert. Skólar í Olweusaeáætluninni tóku upp á því að vekja athygli á áætluninni og skólahaldi með ýmsum hætti

“Laufey Eyjólfsdóttir verkefnastjóri í Olweusarverkefninu hefur verið í fremstu röð og haldið utan um eineltiáætlunina í Melaskóla af einskærum áhuga og undraverðri lagni allt frá byrjun,” segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar

Lilja Alfreðsdóttir ráðherra afhendir Laufeyju hvatningarverðlaunin.

Af vef Melaskóla:

Í dag fékk Laufey Eyjólfsdóttir kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla afhent hvatningarverðlaun fyrir störf sín. Það eru samtökin Heimili og skóli sem hafa í samstarfi við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti umsjón með degi gegn einelti. Við óskum Laufeyju innilega til hamingju með viðurkenninguna. Hér má svo lesa nánar um hvatningarverðlaunin og afhendingu þeirra: https://www.heimiliogskoli.is/2020/11/09/dagur-gegn-einelti-skilabod-til-thin/