Opnað hefur verið á nýja skóla sem munu byrja í Olweusaráætluninni skólaárið 2012-2013. Í vetur leið hafa 60 grunnskólar tekið þátt og í haust verður fleirum gefinn kostur á að innleiða áætlunina. Þá eru leikskólar boðnir velkomnir en afar góð reynsla er af innleiðingu á yngsta stigi skólakerfisins. Eitt af því sem fer af stað í haust er námskeið fyrir verkefnisstjóra – í skólum sem hefja innleiðingu og í skólum sem eru þegar í Olweusaráætluninni en sem þurfa að koma sér upp nýjum verkefnisstjórum. Myndin er tekin við útskrift síðasta verkefnisstjórahópsins. Þau luku námi í maí sl. eftir tveggja ára nám. Skólastjórar eru hvattir til að hafa samband á netfangið torlakur@hi.is eða í síma 8942098. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi