Fréttir
Engebråtenskóli í Osló

Nemendur Engebråtenskóla í Osló eru í heimsókn í Reykjavík

Velkomnir, nemendur úr tíunda bekk í Engebråtenskóla í Osló sem eru í heimsókn í Reykjavík. Skólinn sem er byggður 1997 er stærsti unglingaskóli í Osló með 620 nemendum. Tommy Sandsmark, umsjónarkennari bekkjarins, segir að skólinn hafi byrjað í Olweusaráætluninni fyrir einu og hálfu ári og það sé mikill áhugi á að komast í samband við skóla á Íslandi sem sé þátttakandi í eineltisverkefninu. Því miður hafi þau lent í verkfalli en til stóð að heimsækja Langholtsskóla og verður vonandi úr því að samband komist á, í fyrstunni á neti en gagnkvæmar heimsóknir eru efst á óskalista nemendanna.