Olweusarverkefnið er unnið í samstarfi menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla. Að auki er Kennaraháskóli Íslands stuðningsaðili. Markmiðið er að styrkja og fræða skólasamfélagið eftir Olweusarkerfinu til að geta betur komið í veg fyrir og tekist á við einelti. Verkefnið felst fyrst og fremst í að aðstoða skóla við að byggja upp viðvarandi kerfi gegn einelti með markvissri fræðslu og samvinnu í öllu skólasamfélaginu. Verkefnið er skilgreint sem símenntun og nær það til allra starfsmanna skóla í tvö skólaár.