Fréttir

Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál.

Pokasjóður fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum.

Pokasjóður skiptist í tvær deildir, þ.e. annars vegar sameignarsjóð og hins vegar séreignarsjóð. Í sameignarsjóð greiðir hver verslun sem tekur þátt í sjóðnum og er úthlutað úr þeim hluta í nafni Pokasjóðs einu sinni á ári eða oftar ef svo ber undir. Séreignarsjóður er eign hverrar verslunar eða verslunarfyrirtækis og er úthlutað úr honum í nafni viðkomandi verslunar.