Hvers vegna er fólk að leggja aðra í einelti, ná sér niður á öðrum? Stutta svarið er af því að þau komast upp með það. Börn þyrpast nú í skólann undir nýjum formerkjum. Kórónaveiran leikur stórt hlutverk.
“Ég legg mikið uppúr að hafa verkefnin og námið þannig að enginn lendi í vandræðum einn heima hjá sér og líði illa yfir því.”
Þetta eru góð heilræði til kennara og foreldra frá kennara. Heilræði sem eiga við í dag eins og þau áttu við sl. vor. Veiran er á kreiki og lætur illa. Nemendur eru berskjaldaðir og við öll. Öll eigum við að njóta skólagöngunnar á okkar eigin forsendum. Öll þekkjum við vanmátt okkar frammi fyrir erfiðum minningum. Og nú bætist kórónan ofan á. Allt fram á leiðarenda sækja atburðirnir upp á yfirborðið. Erfitt er fyrir þau sem urðu útundan að minnast þessara tíma. Þeim var meira að segja refsað að vera þau sjálf. Þessir tímar eru enn ljóslifandi og eitt af (mörgum) atvikum sem sitja í og hverfa ekki af sjálfu ser.
Það er stutt síðan skólinn átttaði sig á því að einelti fylgdu óbærilegar kvalir. Og að fólk kæmist upp með að nÍðast á öðrum. Það yrði að vinna kerfisbundið gegn einelti og útrýma því í daglegri umgengni. Skapa umhverfi sem kallaði á aðgerðir. Einelti leysist ekki af sjálfur sér – með breyttu háttalagi eða góðum vilja. Það þyrfti að kalla eftir ábyrgð allra í skólasamfélaginu. Skapa andrúmsloft hlýju og samhygðar undir hatti sameiginlegrar eineltisáætlunar sem nær til skólasamfélagsins í heild. Í þeim tilgangi hófum við innleiðingu Olweusaráætlunarinnar á Íslandi fyrir hartnær 20 árum.
Sé eineltisáætluninni fylgt af ábyrgð og með opnum huga getur skólinn í samvinnu við foreldra tryggt frekar að staða nemandans og líðan komi fram. Það er aðdáunarvert að hafa haft tök á að fylgjast með góðri vinnu skólanna á þessum árum og verða vitni að markvissri vinnu við að bæta hag nemenda. Börnunum á að líða VEL Í SKÓLANUM.
Foreldrar geta á ýmsan hátt fylgst með líðan barna sinna. Við vitum af reynslu okkar í Olweusarverkefninu hvar hættur leynast helst. Munum eftir því að hlusta og ræða við börnin um skólann og hvern dag. Að kalla eftir hvernig skóladagurinn hafi verið. Það eru kennileiti á veginum; sum lenda t.d. í því að vera strítt á leið til eða frá skóla. Það er mikilvægt að nemendur eignist vini sem allra fyrst. Það skiptir máli hvernig fyrstu dagarnir eru- allt frá því að tekið er á móti barninu.
Ég óska nemendum, foreldrum og skólafólki velfarnaðar – á óvissutímum. Hlakka til samstarfs á komandi skólaári. Nýir skólar eru boðnir velkomnir í góðan hóp.