Verkefnastjóri er fræðilegur ráðgjafi í Olweusaráætluninni.
Í
Olweusaráætluninni er stuðst við mikilvæg atriði. Þau mynda grunn að mati okkar
hverju sinni:
1) Umræðuhópar – sem í eru starfsmenn skólans – koma saman fjórum sinnum eða
oftar á skólaárinu. Lagt er á ráðin og lagt mat á starf okkar gegn einelti,
fyrir bættum brag og um vinnuna framundan.
2) Nýir starfsmenn eru fræddir sérstaklega og leiddir inn í starfið með kerfisbundnum hætti.
3) Eineltiskönnun er lögð fyrir nemendur í 5.-10. bekk á hverju ári.
4) Niðurstöður eineltiskönnunarinnar eru greindar ítarlega og með hliðsjón af þeim er eftirlitskerfið (gæslan) og aðrir þættir endurskoðaðir.
5) Bekkjarreglur eru í heiðri hafðar og virkar í daglegu starfi kennara og annars starfsfólks.
6) Bekkjarfundur er fastur liður í stundaskrá nemenda. Umsjónarkennarar halda bekkjarfundi – og mikill kostur að aðrir starfsmenn geri slíkt hið sama.
7) Fjallað er um einelti í nemenda- og foreldrafundum.
8) Á sérstökum bekkjarfundum með foreldrum og í foreldrasamtölum er gerð grein fyrir forvarnarvinnu skólans og um lausnarmiðaða vinnu í eineltismálum.
9) Starfsfólk skólans er vel að sér í aðgerðarráætlun skólans til lausnar í eineltismálum (vinnuferlum eineltismála) og fylgir samræmdum reglum um vinnslu þeirra.
Gætum að hverju og einu barni í skólanum.
Vinnum saman.
Bkv. Þorlákur