Samstarf er milli Olweusaráætlunarinnar á Íslandi og höfuðstöðvanna í Björgvinjum í Noregi. Olweus International með aðsetur í Björgvinjum er með yfirumsjón verkefnisins utan Noregsog Bandaríkjanna..
Í upphafi (2002) var Olweusaráætlunin á Íslandi undir handarjaðri Menntamálaráðuneytisins. Samstarf var með KÍ, Kennaraháskólanum, Heimili og skóla og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Olweusaráætlunin er frá 2008 rekið með samningi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi er Þorlákur Helgi Helgason – og hefur svo verið frá upphafi innleiðingar verkefnisins á Íslandi.
Auk ofangreindra samstarfsaðila eru samskipti m.a. við háskólastofnanir og ráðgjöf til ýmissa aðila. Samstarf er við Prentmet ehf.