Ég ætla að leggja út af niðurstöðum í könnunum okkar. Sérstaklega þeirri síðustu með hliðsjón af því sem lesa má út úr henni. Hvernig getum við nýtt okkur niðurstöðurnar til greiningar á ástandinu, til viðhalds góðu ástandi og til betrumbóta. Hér kallar skólabragur og bekkjarandi m.a. Hvað segja niðurstöðurnar okkur?
Þá eru atriði í niðurstöðunumsem við þurfum að ræða. Til dæmis það að eineltið hjá strákum er orðið lægra en hjá stelpum í 5.-10. bekk (sé litið yfir landið allt – í Olweusarskólum), niðurstöður í 8.-10. bekk vekja til umhugsunar: svo virðist sem færri strákum líði illa og/eða mjög illa – en fleiri stelpum … Erum við að sjá “menningu” breytast eða hvað? ÞHH