Fréttir

Séu börn látin óáreitt með að leggja önnur börn í einelti ár eftir ár margfaldast hættan á að þau lendi á glapstigum. Skóli og heimili þurfa að sameinast um að taka á eineltinu og setja skýr mörk um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Barn sem kemst upp með að brjóta ,,eðlileg” norm hneigist til að halda áfram og brjóta önnur norm sem sett eru. Ef ekki er unnið skilvirkt og undanbragðalaust gegn einelti eru líkur á að önnur viðmið láti undan. Mikil umræða í fjölmiðlum að undanförnu hefur réttilega beint augum okkar að eineltinu. Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysadeild Landspítala, hefur benta á hlut eineltis í afbrotasögu brotamanna. NFS var einnig með viðtal við framkvæmdastjóra Olweusarverkefnisins um sama efni í tíufréttum í gærkvöldi.

Bullying Prevention is Crime Prevention.

Til að afla frekari upplýsingar aðstoðar framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins.Hafið samband á netfang thorlakur@khi.is eða í síma 894 2098.

Sjá frekar um rannsóknarniðurstöður og umræðu t.d. á:

http://www.google.com/search?q=olweus+crime (38100 niðurstöður á Google)
(sjá hér t.d. fyrsta vefinn sem þú lendir á: http://www.fightcrime.org/reports/BullyingReport.pdf. Hér taka menn hreint til orða: Bullying Prevention is Crime Prevention.)

Á ,,skandinavísku” er einnig ýmislegt að finna:
Í Svíþjóð t.d. undir BRÅ, brottsförebyggande rådet. Í tímariti þess, APROPÅ, er fjallað um forvarnir og einelti.
rannsóknir í Stokkhólmi undir FoU eru einnig mikilvægar.
Sjá m.a. undir FoU:

http://www.stockholm.se/files/62100-62199/file_62168.pdf. Titillinn er Prevention av missbruk och kriminalitet. Hvað getur skólinn gert?

http://www.bra.se/extra/pod/?action=pod_show&id=143&module_instance=12
og almennt t.d.
http://www.google.com/search?q=olweus+brottsf%C3%B6rebyggande