8. nóvember í Grenivík

]

“Hér í Grenivíkurskóla hittumst við á samveru. Ég talaði um daginn í dag, mikilvægi þess að vera umhugað um aðra og mikilvægt að eiga vini,” segir Heiða Björk Pétursdóttir, verkefnastjóri Olweusaráætlunarinnar í  Grenivíkurskóla.
“Nemendur í 1. bekk og nýir kennarar settu blóm á græna kallinn okkar á veggnum (sem við máluðum í fyrra). Markmiðið er að hann verði þakinn blómum með nöfnum þeirra sem lofa að leggja sitt að mörkum í baráttunni gegn einelti.” Samveran endaði í hróskeðju, … “en nemendur höfðu dregið eitt nafn úr poka (nöfn allra nemenda voru í pokanum). Þeir undirbjuggu svo hrós til þess að geta glatt þann nemanda í dag í hróskeðju, þar sem einn tók við af öðrum og hrósaði öðrum nemanda fyrir framan allan skólann o.s.fr.”