Fréttir

Nú ættu allir fyrstu bekkingar grunnskóla landsins að vera komnir með bókina „Ýma tröllastelpa – Ég vil fá að vera ég sjálf“ í hendurnar. Þetta er 13. árið í röð sem Prentmet gefur út þetta verkefni sem er í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti.  Alls voru gefnar 6.000 bækur í ár.  Tilgangurinnn með verkefninu er fyrst og fremst að vekja alla til umhugsunar um hve mikilvægt það er að öll börn þori að vera – og geti verið – þau sjálf. Einnig að þau njóti sín í leik og starfi á eigin forsendum. Börn eru ólík eins og litirnir í regnboganum eru ólíkir, en geta þó alltaf verið saman. Æskilegt er að bæði foreldrar og skóli vinni sameiginlega með þetta verkefni svo það skili sér sem best inn til barnanna. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta verkefni þá er allt um það á síðunni yma.is. (Af vef Prentmets)