Olweus - gegn einelti

 

Á málþinginu 22. nóvember verður fjallað um stelpnaeinelti og erfið samskipti stúkna. Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur við  Háskólann á Akureyri og Helga Halldórsdóttir meistarnemi glíma við spurninguna Hvað er hægt að gera? Það verðurf jallað um efnið í sal um morguninn og spennandi málstofa um efnið eftir hádegi. Samskiptaerfiðleikar og einelti meðal stelpna hefur sannarlega verið mikið rætt og unnið úr í Olweusarskólum.

 

Næst komandi föstudag 22. nóvember gefst upplagt tækifæri að kynnast Olweusaráætluninni gegn einelti. Þann dag verður haldið málþing um áætlunina í  Neskirkju og Hagaskóla klukkan 9-16.

Um morguninn verða flutt erindi um reynslu og árangur af eineltisáætluninni og unnið verður í málstofum eftir hádegi þar sem til umræðu verða efni tengd erindum sem flutt voru fyrir hádegi auk nýrra viðfangsefna.

Gert ráð fyrir a.m.k. tveimur lotum eftir hádegi.

Olweusaráætlunin gegn einelti á áratug að baki í grunnskólum á Íslandi.  Allir starfsmenn, allir nemendur og foreldrar mynda eina samfellda keðju í hverjum skóla. Og verkefnið teygir sig út í grenndarsamfélagið. Áætlunin er forvarnarverkefni. Markmiðið er að mynda skólasamfélag þar sem einelti og annað andfélagslegt atferli þrífst ekki. Þar sem börnum og unglingum líður vel. Þar sem þau búa við öryggi og traust ríkir innan skóla sem milli skóla og heimilis. Og borin ómæld virðing fyrir þeim. Komi upp einelti eða grunur sé um einelti er unnið faglega samkvæmt viðurkenndu .

Á málþinginu föstudag 22. nóvember verða m.a. birtar niðurstöður í víðtækum eineltiskönnunum sem fara fram meðal nemenda í 4. – 10. bekk á hverju ári. Þar verður varpað upp spurningunni: Hvað hefur mest áhrif á árangur og hvað er að gerast í skólum sem fylgja Olweusaráætluninni? Þá verða sérstaklega tekin fyrir erfið samskipti stelpna og einelti meðal þeirra. Hvað er til ráða? Okkur langar líka að deila með ykkur og lýsa markvissum vinnubrögðum og verkferlum í eineltismálum. Hvernig er tekið  á móti nýjum nemendum og foreldrum á unglingastigi: Hagaskóli og skólar í vesturbænum í Reykjavík verða hér til eftirbreytni. Markvisst starf í áratugi. Kveðja berst undan Jökli þegar Grunnskóli Snæfellsbæjar greinir frá foreldrasamstarfi og þemavikum um einelti. Skólasamfélögin í Skagafirði lýsa spennandi verkefni í tengslum við Olweusaráætlunina sem snýr að vináttu og vinaliðum.  Hvernig má virkja nemendur og foreldra til að taka virkan þátt í eineltisáætlun? Reynsla Þelamerkurskóla verður dregin fram í dagsljósið.

Olweusaráætlunin hefur verið innleidd í fjölmörgum grunnskólum á Íslandi. Þá höfum við teygt okkur inn í leikskóla, framhaldsskóla og fyrirtæki. Greint verður frá innleiðingu Olweusaráætlunarinnar. Það mun m.a. leiða okkur inn í heim leikskólans. Brýnast er nú að áætlunin fari inn fyrr í skólana. Á yngstu stigin sem eru leikskólarnir. Reynsla okkar er frábær á því stigi. Leikskólakennarar og foreldrar: verið velkomnir.

Í málstofunum sem standa yfir kl. 13-16 verður skipst á reynslu um árangursrík vinnubrögð. Að við lærum hvert af öðru. Verkefnastjórar í skólum sem hafa verið dyggir þátttakendur  í Olweusaráætluninni munu taka þátt. Og við bjóðum allt áhugafólk velkomið.

Árangurinn byggir mjög á að það ríki traust milli heimilis og skóla. Hlutur foreldra í markvissu starfi er augljós. Við bjóðum foreldra sérstaklega velkomna.

 

Skráning stendur yfir á netfanginu: torlakur@hi.is

Þorlákur H. Helgason
framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar gegn einelti