Fréttir

Til hamingju, verkefnisstjórar, og velkomnar í hópinn

Annar hluti námskeiðs verkefnisstjóra tókst með prýði. Það var helst að veðrið setti strik í reikninginn, þar sem sólin hitaði. Var hluta námsefnis af þeim sökum slegið á frest fram í október – enda farið yfir mjög mikið efni námskeiðsdagana. Þessa dagana eru verkefnisstjórar að undirbúa með sínum skólastjórum vetrarstarfið. Fyrst er að ganga frá vali á oddvita og lykilmönnum, en 2 lykilmenn fara fyrir hverjum umræðuhópi í skólanum. Það er gaman að fylgjast með og skynja kraftinn í verkefninu. Til hamingju, verkefnisstjórar, og velkomnar (allt konur). Stefnan er tekin upp á við.