This is a title

This is the text

28% allar grunnskólanema í Olweusaráætluninni

28% allar grunnskólanema á íslandi eru í grunnskólum sem taka virka þátt   í Olweusaráætluninni gegn eineinelti. Eineltiskönnun stendur nú yfir í 4. – 10. bekk og skipta niðurstöður miklu máli um framhald starfsins í hverjum skóla fyrir sig. Könnun er mjög ítarleg og nýtist skólunum vel.

Stúlkum í unglingastigi líkar verr í skóla

Í árlegri eineltiskönnun okkar í „Olweusarskólum“ á Íslandi kemur m.a. í ljós að stúlkum á unglingastigi (í 8.-10. bekk) líkar verr í skólanum. Í eineltisrannsókn okkar 2011 var hlutfallið 1,9% sem sagði að þeim liði illa eða mjög illa í skólanum en í nóvemberkönnun 2015 eru 5% eða tuttugasta hver stúlka sem líkar illa eða mjög illa í skólanum. Þessu tengt segjast 10,9% stúlkna í 8.-10. bekk að þær óttist að verða lagðar í einelti af samnemendum. 6,5% svöruðu á sama hátt í eineltiskönnuninni 2011. Kannanir hafa gefið til kynna að kvíði meðal stúlkn a hafi aukist.

Ekki er að sjá að sama vera uppi á teningnum hjá piltunum. Þar er ekki um samfellda þróun að ræða til verri vegar eins og hjá stúlkunum.
ÞHH

„Hvernig líkar þér að vera í skólanum?“
(Byggt er á svörum nemenda allra þeirra skóla sem leggja könnunina fyrir hverju sinni)

8.-10. bekk Landsmeðaltal
Líkar illa eða mjög illa í skóla
Stelpur Strákar
h2015 5,0% 4%
h2014 4,0% 3,2%
h2013 3,6% 3%
h2012 2,7% 3,9%
h2011 1,9% 4,0%

„Við lítum ekki á okkur sem gerendur“

(90)210 Garðabær, er leikrit eftir Heiðar Sumarliðason, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

 

Í viðtali við Stundina segir höfundurinn m.a. „“Við lítum ekki á okkur sem gerendur. … GetShowImage[5]
Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að tala um eitthvað annað. Það eru ýmsir ljótir atburðir í verkinu sem þú sérð aldrei á sviðinu. Verkið snýst um að fela það sem gerðist og passa að enginn komist að því.“

Í kynningu segir á vef Þjóðleikhússins: „Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.“

Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?

Leikfélagið Geirfugl sýnir  í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Myndin er af vef Þjóðleikhússins.

„Någon form av frökenfotboll verkar passa danskarna bäst“

7d99b4b7-fbc7-4fac-a3be-b3bcafefd07b

Talsmáti í íþróttunum hefur oftar en ekki borið sterk einkenni af niðurlægingu. Einelti í íþróttum er viðurkennt fyrirbæri. Í dag 17. nóvember leika danskir mikilvægan landsleik í fótbolta gegn sænskum. Fyrirsögnin er frá 1939, en fyrir öld tapaði sænska landsliðið fyrir því danska 8:0. Þá var talað um að það danska hefði „dúndrað“ Svíana niður. Þeir „lentu í skrúfstykki“ sögðu íþróttafréttaritarar.

„Vona að betur verði tryggt að tekið sé skipulega, faglega og af festu á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum“

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sett nýja reglugerð sem kveður á um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Öllum vinnustöðum verður  skylt að gera áætlun um aðgerðir til að sporna við þessum þáttum og um viðbrögð ef á reynir. Athygli vekur að atvinnurekanda verður skylt að gera áhættumat. Á grundvelli þess mats m.a. skal byggja forvarnaráætlun. Þar verði vinnuaðstæðum háttað að „dregið sé úr hættu á að aðstæður skapist sem lýkur verði á að leitt geti til eineltis, … “

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt að gera áhættumat með því að greina hugsanlega áhættuþætti sem ógna öryggi. Í nýju reglugerðinni er með skýrum hætti kveðið á um að við gerð áhættumatsins skuli meðal annars greina áhættuþætti eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað, líkt og tiltekið er í reglugerðinni, þar sem tekið skuli tillit til andlegra og félagslegra þátta, svo sem aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsfólks, skipulags vinnutíma, vinnuálags og fleira. Áhættumatinu er þannig ætlað að taka mið af aðstæðum á hverjum stað.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir setningu reglugerðarinnar mikilvægan áfanga og vonast til að betur verði tryggt að tekið sé skipulega, faglega og af festu á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi

Morgundagurinn, 18. nóvember, er helgaður vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Stýrihópur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, Barnaverndarstofa og umboðsmaður barna hvetja til þess að sérstök mynd sem send var með bréfi til fjölmargra aðila verði sýnd sem víðast. „Þannig stuðlum við að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi.“

Tökum höndum saman og helgum 18. nóvember vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi!

Erfið samskipti stúlkna – leið til lausna! Öflugt námskeið í boði.

Samskipti stúlkna í skóla geta verið flókin. Hvernig má hjálpa þeim að bæta samskipti sín í milli? Hvernig fara skilaboðin fram í stelpnahópi – árið 2015? Getum við komið í veg fyrir að samskiptin þróist í einelti?

Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við HA, ingibj@unak.is og
Helga Halldórsdóttir deildarstjóri Glerárskóla á Akureyri, helgahalldors@akureyri.is  halda starfstengt námskeið þar sem glímt er við lausnir á erfiðum samskiptum stúlkna. Ingibjörg og Helga voru með okkur í fyrsta hópi verkefnastjóra í Olweusaráætluninni og hafa verið virkar í eineltisáætluninni.

 • Hér fylgir námskeiðslýsingin:
   

  Um verkefnið

  Námskeiðið byggir á hugmyndum bandarísku sérfræðinganna Julaine Field, Jered Kolbert, Laura Crothers og Tammy Hughes (2009). Þau hafa sett saman áætlun fyrir skóla um hvernig vinna má með stúlkum sem eiga í samskiptavanda. Áætlunin byggir á ákveðnu skipulagi innan skólans og tíu umræðufundum þar sem unnið er með stúlkunum. Reynslan hefur sýnt að vinnan skilar bestum árangri þegar unnið er með stúlkum á aldrinum 11 – 15 ára (6. – 9. bekkur) sex til tíu stúlkur í hóp. Þetta ferlið hefur verið unnið með og rannsakað með nokkrum stúlknahópum hérlendis og skilað góðum árangri að mati þeirra sem hafa komið að vinnunni þ.e. skólastjórnendum, umsjónarkennurum, foreldrum og stúlkunum. Litlir hópar henta vel stúlkum til að ræða saman um samskipti þeirra og vandamál.
  Stúlkur beita gjarnan dulinni áreitni þar sem þær ráðskast með tilfinningar og vináttu annarra og beita stýrandi hegðun m.a. með útilokun frá hópi eða slæmu umtali. Mikilvægt er að stúlkurnar sem og starfsmenn skóla átti sig á afleiðingum, einkennum og vísbendingum um dulda áreitni og nauðsyn þess að vinna með slík samskipti komi þau upp innan stúlknahóps.

  Eftir þetta vinnuferli er verkefnið eign skólans og getur nýst skólanum á fyrirbyggjandi hátt. Ný þekking hefur orðið til sem starfsmenn geta notað sem forvörn gegn erfiðum samskiptum stúlkna.

   

  Markmið verkefnisins er 

  • Að hjálpa stúlkum að bæta samskiptin sín á milli.
  • Að vinna með óæskilega hegðun og samskipti stúlkna.
  • Að efla félagslega færni stúlknanna í samskiptum innbyrðis með því að vinna með æskilega og óæskilega hegðun.
  • Að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
  • Að stúlkurnar fái þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver annarri og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.
  • Að starfsmenn skólans fái fræðslu um samskipti og hegðun stúlkna og hvað felist í samskiptavanda þeirra.
  • Að upplýsa foreldra og fá þá til samstarfs um bættan skólabrag.

  Leiðir að markmiðum

  • Unnið er með stúlkum í hóp við lausn samskiptavanda.
  • Með umræðufundum (10 skipti) er stúlkum hjálpað að sjá hvaða afleiðingar slæm hegðun og erfið samskipti geta haft. Farið er í verkefni og leiki/aðferðir þar sem stúlkum er kennt að skoða samskiptin og líta í eigin barm.
  • Myndaður er aðgerðarhópur (t.d. umsjónarkennari, stjórnandi, námsráðgjafi, …) í skólanum sem heldur utanum vinnuna og sér um skipulag hennar.
  • Unnið er í samstarfi við starfsmenn og foreldra til að ná settum markmiðum.

  Verkefnið byggir auk þess á

  • Greiningu á stöðunni með viðtölum við stúlkur sem hlut eiga að máli í upphafi vinnunnar og við lok umræðufundanna og skil á niðurstöðum.
  • Kynningar- og fræðslufundum með starfsmönnum, auk annarra funda.
  • Fundum með foreldrum í upphafi vinnunnar og í lok hennar.
  • Ýmiskonar verkefnum og listum sem nýtast í vinnunni.
  • Skýrslugerð eftir þörfum og óskum hvers skóla.

   

  Heimild: Field, J. E., Kolbert, J. B., Crothers, L. M. og Hughes, T. L. (2009). Understanding girl bullying and what to do about it: strategies to help heal the divide. USA: Corwin.

   

   

   

  Erfið samskipti stúlkna – leið til lausna

  Nánari útfærsla á vinnulagi

   

   

  I           Vinnulag

  Vinnuferlið hefst á undirbúningsfundi aðila í skólanum þar sem upplýsingar um stöðuna eru ræddar. Tekin eru einstaklingsviðtöl við stúlkurnar sem um ræðir. Gerð er grein fyrir niðurstöðum viðtala við stúlkurnar í upphafi vinnunnar og í lok hennar og er það samkomulag aðila hvernig skilin fara fram. Skýrslugerð getur verið formleg eða óformleg. Halda þarf kynningar- fræðslufund með starfsmönnum og fundað með foreldrum þar sem samskipti stúlknanna eru til umfjöllunar og fyrirhugaðar aðgerðir og samstarf allra. Í lok vinnunnar er aftur fundað með foreldrum og farið yfir stöðuna. Mynda þarf aðgerðarhóp innan skólans, t.d. ( umsjónarkennari, stjórnendur, námsráðgjafi, …) sem skipuleggur og heldur utanum málið.

   

  II          Efni til afhendingar                                        Skipulag 10 umræðufunda, auk verkefna sem þeim fylgja.

   

  Kynningarefni fyrir foreldra og annað efni tengt verkefninu (spurningalisti, greiningarverkefni, o.fl.).

   

  III         Meðan umræðufundirnir eru haldnir

  Er ráðgjöf í boði (sími og tölva) þær 10 til 12 vikur sem tekur að vinna með umræðufundina.

  IV           Lok verkefnisins                                                                                                                 Vinnuferlinu líkur með einstaklingsviðtölum við stúlkurnar og skilum sem geta farið fram eins og í fyrra viðtalinu. Starfsmenn funda og fara yfir gang mála. Ræða hvað og hvernig málin hafa þróast. Hvað stúlkurnar segja um vinnuna í viðtölunum og hvernig samstarfið við foreldra hefur gengið. Sömuleiðis er fundað með foreldrum og farið yfir gang málsins og línur lagðar um áframhaldandi vinnu.

  V         Eftirfylgd                                                                                                                              Aðgerðarhópur ber ábyrgð á að fylgst sé með málum stúlknanna næstu mánuðina eftir lok umræðufundanna en reynslan sýnir að það skilar bestum árangri. Ef aðilar komast að þeirri niðurstöðu að áfram þurfi að vinna með stúlkurnar þá er það á ábyrgð aðgerðarhópsins að sú vinna komist til framkvæmda.

   

Einelti meginástæða brotthvarfs úr skóla.

Í gærkvöldi var eftirtektarvert viðtal í Ríkissjónvarpinu við Sigrúnu Harðardóttur, lektor við HÍ um aðstöðu þeirra nemenda sem eru á almennum brautum í framhaldsskólanum. Í doktorsrannsókn sinni komst hún að því að einungis sjötti hver nemandi sem glímdi við námsvanda hafði lokið námi að fjóru og hálfu ári liðnu. Sigrún kallar eftir því að framhaldsskólinn sinni þessum nemendum betur og bjóði m.a. upp á styttri námsbrautir sem veiti réttindi.  Brotthvarf af almennu brautunum er mikið.

Í nýlegri rannsókn á gengi nemenda í framhaldsskólum í Svíþjóð voru nemendur sem töldust til brotthvarfsnema spurðir um ástæður brotthvarfsins. Flestir – eða um helmingur nemenda – sagði ástæðuna vera einelti einkum sem félagslegri útskúfun. Framkoma kennara og annarra starfsmanna skólanna réði líka miklu. Skortur væri á umhyggju og að fullorðnir skiptu sér meira af. Þá voru erfiðar heimilisaðstæður nefndar og sálfélagsleg líðan. Niðurstöður rannsóknar Sigrúnar sýnir einnig að nemendur sem glíma við námsvanda búa við lakari félagslega líðan í upphafi náms en aðrir nemendur og hverfa frekar frá námi. Framhaldsskólinn er í dag helst miðaður við þá nemendur sem eiga auðvelt með nám, segir Sigrún.

Fimmti hver nemandi í framhaldsskólum á Íslandi er á almennri braut (eða framhaldsskólabraut). Í sumum framhaldsskólanna er allt að helmingur nemenda skráður á almenna braut.

Ýma tröllastelpa komin til allra í 1. bekk!

yma-kapa1_small

Nú ættu allir fyrstu bekkingar grunnskóla landsins að vera komnir með bókina „Ýma tröllastelpa – Ég vil fá að vera ég sjálf“ í hendurnar. Þetta er 13. árið í röð sem Prentmet gefur út þetta verkefni sem er í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti.  Alls voru gefnar 6.000 bækur í ár.  Tilgangurinnn með verkefninu er fyrst og fremst að vekja alla til umhugsunar um hve mikilvægt það er að öll börn þori að vera – og geti verið – þau sjálf. Einnig að þau njóti sín í leik og starfi á eigin forsendum. Börn eru ólík eins og litirnir í regnboganum eru ólíkir, en geta þó alltaf verið saman. Æskilegt er að bæði foreldrar og skóli vinni sameiginlega með þetta verkefni svo það skili sér sem best inn til barnanna. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta verkefni þá er allt um það á síðunni yma.is. (Af vef Prentmets)

2007-2014: Árangur 30-60% betri 2014!

Þátttaka í eineltiskönnuninni skólaárið 2014-2015 var 95% í 5. -1 0. bekk.  Einelti mælist í 5. -10 bekk 4,8% árið 2014. 1,1% af nemendum viðurkenna að þau séu að þau hafi lagt aðra í einelti. Miklu færri segja 2014 en 2007 að umsjónarkennari geri lítið eða ekkert til koma í veg fyrir einelti, færri börnum líður illa í skólanum og þau eru færri sem segjast eiga enga(n) eða eina/einn vinkonu/vin.