Samfélagið

Skólasamfélagið eru allir sem koma að menntun og uppeldi barnanna og nemendur sjálfir. Þau mynda sameiginlega góðan skólabrag og bekkjaranda. Bragur skólans ber þessi einkenni: Hlýja, einlægur áhugi og alúð hinna fullorðnu. Ákveðnir rammar gegn óviðunandi hegðun. Neikvæð viðurlög liggja við brotum. Þau eru á engan hátt niðurlægjandi né líkamleg. Hinir fullorðnu í skólanum og…

Hvers vegna eineltisáætlun?

Olweusaráætlunin gegn einelti skipar ákveðinn sess meðal verkefna sem beitt er gegn andfélagslegri hegðun og fyrir bættum skólabrag. Olweusaráætlunin er heildstæð og nær til allra kima skólasamfélagsins. Hún hefur það í sér sem rannsóknir segja nauðsynlegt eigi að ná árangri; kallar alla til kerfisbundinna verka, starfsmenn skóla, nemendur og forráðamenn nemenda. Þá teygir hún anga…

Hvað er einelti?

Við tölum um EINELTI þagar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Um getur verið að ræða grín, högg eða spörk, uppnefni eða blótsyrði, niðurlægjandi og háðslegar athugasemdir, hótanir og rógburður sem er til þess ætlað að láta öðrum líkja illa…