Verkefnisstjórar hefja nám í haust
Við upphaf næsta skólaárs verður fyrsta námskeið fyrir faglega stjórnendur í Olweusarverkefninu. Námið tekur tvö ár og eru staðlotur 8 sinnum á tímabilinu. 31 verkefnisstjóri hefur lokið námi í Olweusarverkefninu og taka að sér faglega stjórn eineltisverkefnisins í grunnskólum landsins. Fyrsti hópurinn útskrifaðist 2004 og seinni hópurinn í maí sl.