Ætíð er unnið samkvæmt Olweusarkerfinu við meðferð eineltismála.
Austurbæjarskóli hefur verið með frá byrjun í Olweusarverkefninu. Sérstakt eineltisteymi er í skólanum, en í því sitja námsráðgjafi, verkefnisstjóri skólans í Olweusarverkefninu og hjúkrunarfræðingur. Mjög góð reynsla hefur fengist af vinnu eineltisteymisins, segir Kristín Magnúsdóttir, kennari og verkefnisstjóri í Olweusarverkefninu. Í Austurbæjarskóla er starfandi ráðgefandi eineltisteymi sem er kennurum til stuðnings við úrlausn eineltismála. Hlutverk…